Mikilvægi myndrænnar framsetningar á efni og upplýsingum er alltaf að koma betur í ljós, hvort sem fólk vill tileinka sér eitthvað eða miðla til annarra. Infographic er ein leiðin. Salvör Kristjana Gissuradóttir kallar þetta á vefsíðu sinni "myndrenninga". Þó það sé gott íslenskt heiti yfir einhverjar týpur af infographics þá er það ekki lýsandi fyrir heildina (a.m.k. ekki miðað við þann skilning sem ég legg í orðið "renningur") og mun ég því nota enska orðið hér. Það má endilega benda mér á betra orð eða rökstyðja renninginn. 

Grafík felur í sér að nota myndefni, form og orð til að koma á framfæri hugmyndum og tilkynningum. Infographics er því notað til að koma á framfæri upplýsingum á myndrænan hátt. Ef að er gáð eru Infographics út um allt á netinu. Það kemur í raun ekki á óvart miðað við hve auðvelt er að deila þeim rafrænt þessa dagana (þó frumgögnin liggi hugsanlega í einhverju forriti) en þó er ástæðan líka sú að myndræn framsetning á flóknum gögnum grípur oft athyglina betur en t.d. Excel skjalið eða ritgerðin. 

 

 

Það eru þó ekki bara fjármála- og markaðsfyrirtæki sem nýta sér Infographics því vel er hægt að nota þessa myndrænu framsetningu í námi og kennslu. Sem dæmi má nefna í samfélagsgreinumstærðfræðináttúrugreinumlistgreinumbókmenntum og tungumálum. Að ónefndum þemaverkefnum og námsgreinum sem eru samþættar. Hægt er að leita á netinu eftir mynd sem tengist ákveðnu umfjöllunarefni, búa til sína eigin Infographic mynd eða nýta þessa leið til að gefa nemendum meira val um það hvernig þeir skila af sér verkefnum. 

 

Notkun á Infographic í kennslu

  • Notaðu myndina sem kveikju (eins og þú myndir t.d. gera með ljósmyndir eða fyrirsagnir úr blöðunum). Fáðu nemendur til að ræða þær upplýsingar sem þeir sjá á myndinni og spá fyrir um innihaldið.
  • Sýndu infographic mynd til að kynna nýtt efni fyrir nemendum, áður en þú byrjar á lotu. Þetta er hentug leið til að gefa þeim almenna kynningu á því sem framundan er og virkja forþekkingu nemenda (einnig þekkt sem advanced organizer).
  • Notað myndina til að þjálfa og meta nemendur í upplýsingalæsi (gröf og tölfæði).
  • Nýttu upplýsingar á myndinni til að rannsaka efnið frekar. Oft er heimildaskrá neðst sem hægt er að nýta sem byrjunarreit. 

Hér má finna nokkrar vefsíður sem innhalda magn af Infographics. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar á ensku, en ef það truflar er hægt að nota þær sem innblástur:

  • GOOD Magazine - hér má finna allt milli himins og jarðar.
  • Love Infographics - Síða þar sem fólk deilir sínum myndum. Gott að leita á henni eftir ákveðnu efni.
  • Pinterest - Þessi samfélagsmiðill er samansafn af upplýsingum, sérstaklega myndrænum. Hægt er að leita eftir Infographics and einnig má skoða síðu Educational Infographics til að byrja með.
 

Notkun á Infographic í námi

Infographics getur vegið skemmtilega upp á móti ritgerðum og annarri textavinnu þar sem þetta er í raun bara ein leið til að miðla frá sér efni og upplýsingum. Fyrir marga getur það að búa til Infographics verið mjög snúið en rannsóknir sýna það að "endurorða" upplýsingar úr texta yfir á annað form getur haft mikil áhrif á minni og yfirfærslu. Verkefnin sem fylgja eru kannski ekki ný af nálinni en með því að gefa nemendum ný verkfæri til miðlunar geta gamlar hugmyndir fengið nýjan byr. Nemendur geta t.d. búið til:

  • tímalínu yfir atburði/fólk.
  • "skref fyrir skref" leiðbeiningar fyrir aðra nemendur t.d. fyrir tilraun, uppsetningu ritgerða, hvernig skal gera við hjól, leikreglur tölvuleiks o.sv.fr.
  • kynningu á atburði, persónu, uppfinningu/nýsköpun.
  • Skiplagt verkefni með því að búa til hugarkort eða flæðikort.
  • landkynningu þar sem tölfræðigögn um fólksfjölda, stærð, útflutning og annað eru sett upp myndrænt.
  • Útskýrt breytingu eða ferli, t.d. yfir ákveðið tímabil.
  • Orðaský (word cloud) sem byggist á tölfræðigögnum.
  • Samanburðarkort/-mynd sem samkvæmt rannsóknum ýtir undir umskráningu og yfirfærslu upplýsinga.

Síður sem hægt þar sem hægt er að nálgast tölfræðiupplýsingar:

  • Hagstofa Íslands - Tölfræðiupplýsingar tengdar Íslandi.
  • Gapminder - Þessi síða innheldur miklar tölfræðiupplýsingar um heiminn og fólkið sem býr í honum t.d. eftir löndum.
  • Google Public Data - Hér er hægt að skoða og bera saman tölfræðigögn frá mismunandi kerfum sem innihalda opinberar upplýsingar.
 

Búðu til þína eigin Infographic mynd

Ef áhugi er fyrir því að búa til sína eigin mynd eru mörg forrit á netinu sem hægt er að nota. Sum eru ókeypis, á meðan önnur bjóða upp á reynslutíma eða takmarkaða notkun án þess að borga. Það er auðvitað alltaf hægt að nota forrit sem þegar eru til á mörgum tölvum, s.s. Paint (Málun), Power Point, Keynote og Word. Forrit sem sérstaklega eru hönnuð til að búa til Infographics munu þó reynast mörgum auðveldari þegar kemur að sköpuninni, sérstaklega þau sem bjóða upp á fyrirframgefin sniðmát (template). Einnig er hægt að forvinna myndina í t.d. Adobe Illustrator sem býður upp á meiri dýpt þegar unnið er með formin (litabrigði, skugga ofl.) og fær sig svo yfir í forrit sem sér um uppsetningu upplýsinganna. Hér má finna tengil á infographic um infographic, s.s. hvað ber að hafa í huga og hvað þarf að varast.

  • Easil.ly - Hér er hægt að skoða og búa til. Vefurinn bíður upp á sniðmát til að koma þér af stað.
  • PiktoChart - (hér má finna tvö kennslumyndbönd fyrir þetta forrit). Einnig hægt að skoða annarra myndir og búa til. Nokkur frí sniðmát eru í boði sem notandinn getur fyllt inn í og breytt. Í gegnum ókeypis aðganginn fylgir vatnsmerki neðst sem hægt er að sníða af í gegnum myndvinnsluforrit eftir að hafa hlaðað niður myndinni. Einnig er hægt að taka skjáskot, t.d. Full Page Screen Capture viðbótina í Chrome en hún bíður upp á taka mynd af allri vefsíðunni sem er opin, ekki bara það sem þú sérð á skjánum. Myndina er svo hægt að sníða til. Hvort sé hentugra að taka skjáskot eða hlaða niður fer helst eftir upplausinni sem skjámyndin gefur.
  • Many Eyes - Forrit á vegum IBM þar sem hægt er að skoða og búa til. 
  • Wordle - Þetta forrit er hentugt til að búa til orðaský (word cloud).
  • DailyTekk - Hér má finna marga tengla (100 stk!) yfir á innblástur og tól í tengslum við Infographics.
  • Cool Infographics - Blogsíða fyrir þá sem eru að búa til myndir. Ágæt dæmi en hugsanlega of "fræðileg" fyrir þá sem eru rétt að skoða.
  • Infogr.am
  • Venngage.com
  • Visme.co

Þessi fróðleikur er að hluta til unnin upp úr umfjöllun Learning Liftoff um sama efni.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af mínum infographic, unnin í PiktoChart.