Mi Vida Loca er margmiðlunarleikur á vegum BBC sem ætlaður er til spænsku kennslu. Margir mismunandi miðlar eru í boði en efnið hefur það fram yfir margt að hægt er að stilla hvað sést (t.d. texti, tal) og hve hratt er farið yfir efnið.

Mi Vida Loca er margmiðlunarleikur á vegum BBC sem ætlaður er til spænsku kennslu. Margir mismunandi miðlar eru í boði en efnið hefur það fram yfir margt að hægt er að stilla hvað sést (t.d. texti, tal) og hve hratt er farið yfir efnið.

Margmiðlun (e. multimedia) er, eins og orðið gefur til kynna, að nota tvo eða fleiri miðla saman. Þessir miðlar geta verið texti, ljósmynd, kvikmynd, hljóðupptaka, teiknimynd, gröf ofl. Nú til dags er oftast talað um margmiðlun í tengslum við tölvur og er þá átt við getu tölvunnar til að flétta saman mismunandi miðla í eina heild (Sigríður Ragnarsdóttir, 2011).

Rannsóknir sýna að það er líklegra að nám eigi sér stað ef notast er við fleiri en einn miðil til að koma efni á framfæri. Kenningar um fjölþátta skynjun (e. multimodal) gefa til kynna að betra sé að efni frá þessum miðlum fari í gegnum mismunandi skynfæri til að fullnýta vinnsluminni heilans. Með þessu er átt við að nýta t.d. bæði augu og eyru (og hugsanlega snertingu) viðkomandi þar sem heilinn vinnur mismunandi úr upplýsingum í gegnum þessi skynfæri. Þessar rannsóknir eiga sérstaklega við ef verið er að læra nýtt og/eða flókið efni.

Það er líka mikilvægt að passa að mismunandi miðlar vinni saman þar sem truflandi texti, mynd eða hljóð getur komið í veg fyrir að nemandinn nái innihaldi efnisins, sérstaklega ef það er nýtt og/eða flókið. Því meiri forþekkingu sem nemandi hefur á efninu, því auðveldara á viðkomandi með að ná innihaldinu. Nokkrir þættir margmiðlunar og náms hafa verið rannsakaðir, sérstaklega með tilliti til nemenda og má þar nefna:


Margmiðlunarlögmálið (e. multimedia principle) - texti og myndir saman eru líklegri til að leiða til náms en bara texti eða bara mynd (Mayer, 2001)


Samfella (e. contiguity principle) - nemendur eiga auðveldara með að taka inn efni, varðveita og færa yfir í langtímaminni ef texti/frásögn og myndir/teiknimyndir/grafík eru sýndar á sama tíma og á sama stað. (Mayer, 2001). Hér má sjá myndband sem eflaust margir nýgræðingar eiga erfitt með að ná.

Hér er samfellulögmálið haft í huga. Nemendur þurfa ekki að eyða jafn mikilli orku í að lesa úr myndinni.

Hér er samfellulögmálið haft í huga. Nemendur þurfa ekki að eyða jafn mikilli orku í að lesa úr myndinni.

Hér er samfellulögmálið ekki virkt.

Hér er samfellulögmálið ekki virkt.


Samhengi (e. coherence principle) - nemendur eiga auðveldara með að taka inn efni í gegnum margmiðlun ef aðeins það nauðsynlega er sýnt og kynnt. Allt aukaefni, hvort sem það eru hljóð, texti eða mynd, getur komið í veg fyrir að nemandi nái tökum á efninu. (Mayer, 2001).

Ef smellt er á myndina opnast kennsluefni á vegum British Heart Foundation. Efnið á líklega að ná til sem flestra og því er bæði tal og texti. Textinn er hins vegar mjög ólæsilegur auk þess sem nemandinn fer á milli þess að horfa á manninn og lesa textann og því fer meiri einbeiting í að ná innihaldinu.


Modality principle - Nemendur eiga auðveldara með að taka inn efni þar sem tal er notað með myndum, frekar en texti (Low og Sweller, 2005) 

Hér má finna gott dæmi um hjartað en hér má aftur á móti finna dæmi um hringrás vatns sem er of flókið fyrir marga


Ofauki (e. redundancy principle) - Nemendur eiga auðveldara með að taka inn efni frá einungis tali og teiknimynd en tali, teiknimynd og texta á sama skjá (Sweller, 2005).

Hér til hliðar er skjáskot af fréttainnleggi þar sem tal og texti eru á sama tíma. Rannsóknir á lögmálinu eiga við um teiknimyndir en vel er hægt að ímynda sér að það sama eigi við um myndbandsuptökur. Aftur gæti þetta verið hannað fyrir þá sem heyra ekki eða illa, en fyrir flesta truflar þetta einbeitingu þar sem augun vilja hreyfast í átt að textanum sem breytist.


Heimildir:

Low, R. & Sweller, J. (2005). The Modality Principle in Multimedia Learning. Í bók Richard. E. Mayer (ritstj.) The Cambridge Handbook of Multimedia Learning. New York: Cambridge University Press.

Mayer, R.E. (2001). Multimedia Learning. New York: Cambridge University Press.

Sigríður Ragnarsdóttir. (2011). Ólíkir miðlar. Hvernig vilja unglingar miðla upplifun sinni? Náð í 11. janúar 2015 af: http://skemman.is/handle/1946/17633

Sweller, J. (2005). The Redundancy Principle in Multimedia Learning. Í bók Richard. E. Mayer (ritstj.) The Cambridge Handbook of Multimedia Learning. New York: Cambridge University Press.