Þróunarverkefni

2019-2020

Google Apps for Education kennslumyndbönd (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar).
Gerð kennslumyndbanda fyrir GAFE upplýsingatækniverkfæri sem nýtast í sjálfstæðu námi nemenda og kennara. Birt á upplysingataekni.com.

Láttu tæknina vinna með þér áfram (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar).
Markmið verkefnisins er að nýta þá reynslu sem fékkst með þróunarverkefninu Láttu tæknina vinna með þér (sjá verkefni 2016-2017) og miðla til annarra skóla. Unnið með Guðnýju Þóru Friðriksdóttur, deildarstjóra námsvers í Garðaskóla og tengiliðum í öðrum grunnskólum Garðabæjar.

Makerý - Námskeið og vinnusmiðjur um Snillismiðjur (Endurmenntunarsjóður grunnskóla)
Fjölbreyttar vinnusmiðjur sem tengjast Maker hugmyndafræðinni og STEAM-greinum (vísindi, tækni, verkfræði, skapandi greinar og stærðfræði).
Unnið með meðlimum #VEXAedu

Upplýsingatækni og sköpun í Hönnunarsmiðju (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar)
Námskeiðaröð fyrir grunnskólakennara í Garðabæ. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið með meðlimum #VEXAedu og öðrum gestakennurum.

2018-2019

Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar)
Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

2017-2018

Hönnun og tækni (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar)
Undirbúningur og kennsla valfagsins Hönnun og tækni. Áhersla var lögð á innleiðingu „Maker hugmyndfræðinnar“ á sama tíma og nemendur skoðuðu helstu nýjungar í tækni. Sérstök áhersla var lögð á þátttöku stúlkna í kynningunni, en valfagið var opið öllum.

Stafræn borgaravitund (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar)
Helsta markmið verkefnisins var að búa til vettvang umsjónarkennara, deildarstjóra og kennsluráðgjafa til að ræða verkefni og kveikjur tengdar stafrænni borgaravitund sem hægt væri að nýta í umsjónartímum með nemendum 8. bekkjar. Fundunum var einnig ætlað að styrkja umsjónarkennara í að takast á við þær umræður sem gætu komið upp með nemendum um ýmislegt sem tengist netnotkun og stafrænum heimi. Verkefnin sem unnin voru má finna á upplýsingatæknisíðu Garðaskóla.

Vexa - Maker Hönnunarsmiðjur í grunnskólum (Sprotasjóður)
Meginmarkmið verkefnisins var að byggja upp lærdómssamfélagið Vexa, aðgengilegt skólasamfélaginu á Íslandi. Nýtt var hugmyndafræði um starfssamfélög (e. Communities of Practice) sem byggir á jafningjafræðslu þar sem meðlimir vinna að sameiginlegum verkefnum, hjálpast að, miðla góðum fyrirmyndum, gefa ráð og kalla eftir viðbrögðum. Einnig var sett í loftið rafræn fræðslu- og upplýsingagátt með upplýsingum og hagnýtu efni um hugmyndafræði og uppsetningu hönnunarsmiðja (e. Makerspace): https://sites.google.com/rvkskolar.is/snillismidjur

2016-2017

Láttu tæknina vinna með þér (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar). Unnið með Guðnýju Þóru Friðriksdóttur, deildarstjóra námsvers í Garðaskóla

  • að kynna fyrir kennurum, nemendum og foreldrum hvernig nýta megi tæknibúnað s.s. tölvur, síma og önnur snjalltæki í þágu nemenda með lestrarerfiðleika, þ.e. ala notendur upp til ábyrgðar. 

  • kenna nemendum með lesblindu að nýta sér talgervla til að lágmarka áhrif lesblindu á nám.

  • að þróa og prófa verkefnagerð með kennurum þannig að uppsetningin henti fyrir talgervla.

  • fá kennara í samstarf með að bjóða upp á hljóðskrár í prófum svo lesblindir nemendur sitji við sama borð og aðrir nemendur.

Vendikennsla í upplýsingatækni (Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar)
Gerð kennslumyndbanda fyrir upplýsingatækniverkfæri sem nýtast í sjálfstæðu námi nemenda og kennara. Birt á upplysingataekni.com.

Erlent samstarf

Creative Environmental Education / CEE Network: Green Actions, 2018-2020
Nordplus Horizontal verkefni um notkun list- og verkgreina til eflingu umhverfisvitundar.

Leiðtogar í upplýsingatækni - þekkingaröflun og miðlun, 2019-2020
Erasmus+ verkefni þar sem markmiðið er að halda áfram að byggja upp starfs- og lærdómssamfélagið Vexa með því að efla tengslanetið við skóla og stofnanir í Evrópu sem þegar vinna eftir Maker-hugmyndafræðinni og eru að sérhæfa sig í mismunandi þáttum sköpunar, upplýsingatækni og handverks. Ætlunin er að kynna sér eftirfarandi þætti með það fyrir augum að geta prófað verkefni og aðferðir áður en þeim er miðlað til annarra:

  • Hönnunarhugsun og -verkefni (e. Design Thinking / CoDesign)

  • Hönnun kennslurýma og þá sérstaklega snillismiðjurýma

  • Hönnun og forritun þjarka (e. Robotics) í tengslum við verkfræði, aflfræði og lausnamiðaða hugsun. Örtölvur og íhlutir (e. Arduino, Rasperry Pi, Microbit o.s.frv.)

  • Sýndarveruleiki (VR) og gagnaukinn veruleiki (AR) í námi og kennslu

  • Þrívíddarhönnun- og prentun